top of page
  • Facebook
  • Instagram

Langar þig að leiða lykilvettvang samtímadans á Íslandi? Dansverkstæðið leitar að öflugum og skapandi framkvæmdastjóra til að stýra og efla starfsemi þess.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stýra daglegum rekstri Dansverkstæðisins.

  • Skipuleggja og þróa starfsemi, meðal annars viðburði, samstarfsverkefni og danshátíðir.

  • Sjá um fjármálastjórnun, fjármögnun og fjárhagsáætlanir í samstarfi við stjórn.

  • Byggja upp og viðhalda tengslum við listafólk, styrktaraðila og stjórnvöld.

  • Hafa umsjón með kynningu og markaðssetningu á verkefnum Dansverkstæðisins.

  • Tryggja að Dansverkstæðið haldi áfram að vera skapandi og stuðningsríkur vettvangur fyrir danslist á Íslandi.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af stjórnun og rekstri innan menningar- eða listageirans er æskileg.

  • Góð skipulagshæfni og hæfni til að leiða metnaðarfull verkefni frá hugmynd til framkvæmdar.

  • Þekking á sviðslistum og áhugi á samtímadansi.

  • Frábær samskiptahæfni og hæfni til að byggja upp erlent samstarf.

  • Reynsla af fjárhagsstjórnun og gerð fjárhagsáætlana.

  • Skapandi hugsun og áhugi á nýjum tækifærum fyrir danslist á Íslandi.

Við bjóðum

  • Tækifæri til að leiða spennandi vettvang í örri þróun.

  • Skapandi og hvetjandi starfsumhverfi.

  • Tengsl við fjölbreytt samfélag listafólks og samstarfsaðila á sviði dans- og sviðslista.

Umsóknir
Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á formann stjórnar Dansverkstæðisins: rosaomars@gmail.com

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars. Við hvetjum alla sem hafa áhuga og hæfni til að sækja um, óháð kyni, aldri, uppruna eða öðrum bakgrunni.

Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47, 101 Reykjavík, info@dansverkstaedid.is, +354 6118244, kt 560710-0700

© 2019 Dansverkstæðið. Proudly created with Wix.com

bottom of page